Hlíðaskóli og Langholtsskóli í úrslit

Úr atriðinu Boðorðin 10.
Úr atriðinu Boðorðin 10. Ljósmynd/Aðsend

Annað undanúrslitarkvöld Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fór fram í kvöld í Borgarleikhúsinu. Hlíðaskóli með atriðið Beirútin mín og Langholtsskóli með atriðið Boðorðin 10 komust áfram í úrslit. 

Atriði sex grunnskóla í Reykjavík voru sýnd í kvöld en auk þeirra skóla sem fara áfram í úrslitin stigu Fellaskóli, Víkurskóli, Ölduselsskóli og Hagaskóli á svið í kvöld. 

Ing­unn­ar­skóli og Selja­skóli komust áfram í úr­slit úr fyrsta undanúrslitakvöldinu sem fram fór í gær. 

Átján grunnskólar taka þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita þann 15. mars. Um 400 unglingar taka þátt í frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun, ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.

Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Sigurður Andrean Sigurgeirsson dansari, Rakel Björk Björnsdóttir leikkona,  Bryndís Gunnlaugsdóttir frá ungmennaráði Samfés og Sif Gunnarsdóttir, formaður dómnefndar.

Úr atriðinu Beirútin mín.
Úr atriðinu Beirútin mín. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg