Vonaðist eftir betra fylgi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Auðvitað hafði ég gert mér vonir um að við værum að bæta við okkur, stæðum ekki í stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG um fylgi flokksins í höfuðborginni í skoðanakönnunum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á morgun.

Flokkurinn fékk 4,6% atkvæða í síðustu kosningum og hefur verið að mælast á svipuðum slóðum í könnunum síðustu daga og vikur.

„Ég er búin að ferðast um og heimsækja framboð okkar VG hringinn í kringum landið og það er mjög góður andi í þessum framboðum,“ segir Katrín.

Hún bendir á að flokkurinn hafi fengið gott fylgi í þingkosningunum síðastliðið haust í höfuðborginni og vonar að það skili sér upp úr kjörkössunum á morgun:

„Auðvitað vonast ég til þess að við bætum við okkur frá síðustu sveitarstjórnarkosningum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert