Færeyskur landsliðsmaður í Val

Valsmenn hafa bætt við sig færeyskum landsliðsmanni.
Valsmenn hafa bætt við sig færeyskum landsliðsmanni. mbl.is/Óttar

Færeyski landsliðsmaðurinn Bjarni í Selvindi mun ganga til liðs við Val frá norska úrvalsdeildarfélaginu Kristiansand að yfirstandandi tímabili loknu. 

Bjarni, sem er 21 árs gamall, er vinstri skytta sem á marga leiki fyrir yngri landslið Færeyja í handknattleik og hefur verið hluti af færeyska landsliðshópnum. Þá er hann framtíðarlandsliðsmaður. 

Skrifar Bjarni undir samning til ársins 2026 en í yfirlýsingu frá handknattleiksdeild Vals kemur fram að mikil spenna sé fyrir komu Bjarna. 

Valsmenn eru í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta, þar sem liðið er 1:0-undir gegn Aftureldingu. 

Þá er Valur átta mörkum yfir gegn rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarsins en seinni leikur liðanna fer fram ytra á sunnudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka