Braut nokkur umferðarlög á meðan eftirförinni stóð

Lögregla veitti ökumanni eftirför í gær.
Lögregla veitti ökumanni eftirför í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 58 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun, þar af voru þó nokkur í tengslum við ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Í hverfi 108 var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun. Var málið afgreitt með vettvangsskýrslu á vettvangi.

Lögregla veitti ökumanni eftirför sem hlýddi ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Ökumaðurinn braut þónokkur umferðarlög á meðan eftirförinni stóð. Reyndist ökumaðurinn ölvaður og undir áhrifum fíkniefna. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum. Ekki kemur fram hvernig málinu lyktaði.

Í Hafnarfirðinum var tilkynnt um minniháttar umferðarslys. Þá var sömuleiðis tilkynnt um minniháttar umferðarslys í Grafarvogi.

Síðar var tilkynnt um vegfaranda sem ætlaði að ganga frá Reykjanesbraut á móts við álverið og upp á Keflavíkurflugvöll. Lögreglan ræddi við viðkomandi og veitti honum aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert