Ungt jafnaðarfólk segir VG einangrunarsinnaðan íhaldsflokk

Ungt jafnaðarfólk fordæmir útlendingafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur harðlega.
Ungt jafnaðarfólk fordæmir útlendingafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur harðlega. Ljósmynd/Aðsend

Ungt jafnaðarfólk fordæmir útlendingafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur harðlega og segja flokkinn ekki vinstri flokk heldur einangrunarsinnaðan íhaldsflokk. Skora þau á Þingmenn að kjósa gegn útlendingafrumvarpinu.

„Með frumvarpinu er fólki í neyð hent á götuna og það svipt grunnþjónustu. Ekki fæst séð hvernig það samræmist mannréttindaákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegum skuldbindingum um mannréttindi. Þá er gengið verulega á réttindi barna sem er í hrópandi ósamræmi við barnalög og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“

Gefið í skyn að fjöldi útlendinga væri vandamálið

Ungt jafnaðarfólk segir að viðtal Jódísar Skúladóttur, þingkonu VG, í Silfrinu hafi staðfest grun þeirra, að VG sé ekki vinstri flokkur heldur einangrunarsinnaður íhaldsflokkur.

„Í stað þess að leggja áherslu á að fjárfesta í mikilvægum innviðum samfélagsins og styðja betur við grunnþjónustu gaf hún í skyn að fjöldi útlendinga væri vandamálið. Það hefur sömuleiðis verið sorglegt að fylgjast með framgöngu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanns VG í þessu máli – hún stendur þétt við bakið á Jóni Gunnarssyni og styður ómannúðlegt útlendingafrumvarp Sjálfstæðisflokksins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert