Fögnuðu naumum sigri í Evrópukeppni

Viktor Gísli Hallgrímsson fagnaði sigri í Evrópudeildinni.
Viktor Gísli Hallgrímsson fagnaði sigri í Evrópudeildinni. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Danska liðið GOG fagnaði sínum fyrsta sigri í D-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld er Pelister frá Norður-Makedóníu kom í heimsókn. Urðu lokatölur 30:29, GOG í vil. 

Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot í marki GOG og var með 26% markvörslu. Þá var hann með eina skráða stoðsendingu. 

GOG er með tvö stig í öðru sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Kadetten frá Sviss sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert