Xbox kælirinn uppseldur

Skjáskot/Xbox.com

Fyrirtækið Microsoft lét verða af draumi netverja en jörmur hafa flakkað um á netinu af Xbox kæliskáp. Kæliskápurinn fór í forsölu á þriðjudaginn en seldust allir kælar upp á skömmum tíma.

Tíu lítra kælir

Útlitið minnir á Xbox leikjatölvu en kælirinn er lítill og rúmir aðeins tíu lítra en það eru tvær hillur inn í skápnum ásamt tveimur á hillum á innanverðri skápahurðinni sjálfri. Hægt er að stilla hitastigið í kælinum niður í 2,22 gráður á celsíus eða 36 gráður á fahrenheit kvarðanum.

Hægt að nota sem ferðakæli

Einnig verða USB-tengi á kælinum svo hægt verður að hlaða til dæmis síma eða önnur tæki í gegnum kælinn en á kælinum er DC-straumbreytir svo hægt er að setja hann í samband bæði innanhúss sem og í bíl.

Samkvæmt Microsoft mun kælirinn vera aðgengilegur hjá nokkrum söluaðilum um heiminn en stefnir fyrirtækið á að auka aðgengi að kælinum um heim allan snemma árs 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert