Það eru allir rosalega spenntir

Alexandra Jóhannsdóttir á fleygiferð í landsleik.
Alexandra Jóhannsdóttir á fleygiferð í landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru allir rosalega spenntir að spila svona úrslitaleik. Þetta eru langskemmtilegustu leikirnir þannig stemningin er rosalega góð og allir spenntir að spila, sagði Alexandra Jóhannsdóttir miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta við samfélagsmiðla KSÍ. 

Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaleik í undankeppni EM í dag og gæti sigur nægt liðnu til að fara beint á EM, verði önnur úrslit síðar í dag íslenska liðinu hagstæð. Alexandra segir mikilvægt að byrja vel, en íslenska liðið lék ekki vel í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu í síðasta leik. 

„Við ætluðum að byrja leikinn almennilega. Það þýðir ekki að byrja hann þegar það eru 45 mínútur búnar. Við verðum að byrja frá fyrstu mínútu og vera klárar í 90 plús,“ sagði Alexandra og bætti við að íslenska liðinu langi gríðarlega mikið að komast á EM. 

„Við förum með það markmið í leikinn að ná þremur stigum og vonandi gengur það. Það eru margar komnar nýjar inn og viljinn hjá flestum er rosalega mikill á að komast þangað (á EM),“ sagði hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert