Þrír nýliðar með landsliðinu til Krítar

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er reyndasti leikmaður íslenska liðsins með 53 …
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er reyndasti leikmaður íslenska liðsins með 53 landsleiki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik hefur valið þrettán leikmenn fyrir leikina gegn Slóveníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins.

Ísland átti að leika við Slóveníu á heimavelli og Búlgaríu á útivelli 12. og 15. nóvember. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fara leikirnir í þessum riðli fram á sama stað, í Heraklion á grísku eyjunni Krít, og mun Ísland spila við Slóveníu 12. nóvember og Búlgaríu 14. nóvember. FIBA hefur komið upp einangruðum leikstöðum fyrir leiki í undankeppninni, svokölluðum „búbblum“, og ein þeirra er á Krít. Þangað fer íslenska liðið 7. nóvember og æfir á staðnum fram að leikjunum.

Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum, Katla Rún Garðarsdóttir úr Keflavík og Anna Ingunn Svansdóttir úr Keflavík eru nýliðar í liðinu. Tólf leikmenn skipa hópinn sjálfan en Anna er þrettándi leikmaður, æfir með liðinu og fer með því til Krítar og er til taks ef gera þarf breytingar á hópnum.

Íslenski hópurinn er þannig skipaður, landsleikir í sviga:

Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (2)

Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (4)

Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (Nýliði)

Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (20)

Hallveig Jónsdóttir · Valur (21)

Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (32)

Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (4)

Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík (Nýliði)

Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (2)

Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester, England (19)

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (53)

Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (17)

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert