Portúgali að taka við Tottenham

Paulo Fonseca verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri Tottenham.
Paulo Fonseca verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri Tottenham. AFP

Enska knattspyrnufélagið Tottenham og portúgalski stjórinn Paulo Fonseca eru langt komin í viðræðum og verður Fonseca væntanlega næsti stjóri liðsins.

Fonseca, sem er 48 ára gamall stýrði síðast Roma í tvö tímabil. Hann hefur einnig stýrt liðum á borð við Shakhtar Donetsk, Braga, Porto, Pacos Ferreira og Aves.

Sky á Ítalíu greinir frá því að Fonseca muni gera þriggja ára samning við Tottenham. Fonseca tekur við af landa sínum José Mourinho sem hefur einmitt verið ráðinn knattspyrnustjóri Roma.

Ryan Mason stýrði Tottenham í lok síðustu leiktíðar á meðan félagið leitaði að næsta knattspyrnustjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert