Ólöglegur vistaður í fangageymslu

Tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu í nótt. Annar reyndist …
Tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu í nótt. Annar reyndist dvelja ólöglega hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður var vistaður í fangageymslu lögreglu í nótt vegna rannsóknar máls. Í ljós kom að hann dvelur einnig ólöglega hér á landi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna gærkvöldsins og næturinnar.

Grunsamlegar mannaferðir

Þá var lögregla kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða í tvígang. Annars vegar var um að ræða mann sem var að skoða inn í bíla og hins vegar var maður handtekinn í Hálsahverfi og vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Fjórir voru handteknir vegna gruns um ölvunarakstur og afskipti voru höfð af manni í bifreið sem grunaður var um vörslu fíkniefna.

Drengur datt af vespu

Lögregla var kölluð til aðstoðar sjúkraliðs vegna drengs sem dottið hafði af vespu í efri byggðum og þá var ölvuðum manni vísað í burtu sem hafði ónáðað fólk við strætóbiðstöð.

Þá barst lögreglu tilkynning um innbrot í geymslur í fjölbýli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert