Góður leikur Ástu dugði ekki til

Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði mest í íslenska liðinu.
Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði mest í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola 66:77-tap fyrir Finnlandi í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Stokkhólmi í dag.

Leikurinn var jafn framan af og var staðan í hálfleik 30:26, Finnlandi í vil. Finnland hélt áfram að bæta í og vann nokkuð öruggan sigur með góðum seinni hálfleik.

Ásta Júlía Grímsdóttir átti góðan leik fyrir Ísland og skoraði 21 stig og tók sex fráköst. Anna Ingunn Svansdóttir bætti við 18 stigum og öðrum sex fráköstum.

Ísland leikur við Svíþjóð í öðrum leik sínum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert