Hjörtur á toppnum með Pisa

Hjörtur Hermannsson leikur með Pisa á Ítalíu.
Hjörtur Hermannsson leikur með Pisa á Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjörtur Hermannsson og samherjar í Pisa eru efstir í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu en nýttu þó ekki tækifæri í kvöld til að styrkja stöðuna betur.

Pisa fékk Perugia í heimsókn og leik liðanna lauk með jafntefli, 1:1, en Hjörtur lék allan tímann í vörn toppliðsins. Pisa er með 29 stig á toppnum en Brescia með 27 stig og Lecce með 25 eru í næstu sætum.

Í A-deildinni fékk Íslendingaliðið Venezia skell gegn Atalanta, 4:0. Bjarki Steinn Bjarkason var varamaður hjá Venezia og kom ekki við sögu en Arnór Sigurðsson var ekki í hópnum. Venezia, sem komst upp úr B-deildinni eftir umspil í vor, er í 16. sæti af 20 liðum deildarinnar með 15 stig úr fimmtán leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert