Álagið áfram mikið fram á sunnudagskvöld

Höfuðstöðvar Orkuveitur Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitur Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vel hefur gengið að veita heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins það sem af er kuldakastinu sem nú gengur yfir landið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 

Notkun heits vatns hefur ekki náð þeim hæðum sem spár gerðu ráð fyrir og skýrar vísbendingar eru um að íbúar og fyrirtæki hafi tekið vel í ábendingar Veitna um að ganga vel um heita vatnið. Þannig hefur tekist að koma í veg fyrir að hitaveitan færi að þolmörkum. Álagið verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld og því er fólk áfram hvatt til að fara sparlega með heita vatnið.

Fáar tilkynningar hafa borist þjónustuvakt Veitna frá miðnætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert