Hékk í 100 metra hæð eftir að glergólf brúar fauk

Ferðamaðurinn hangir á brúnni eftir að glergólfið fauk.
Ferðamaðurinn hangir á brúnni eftir að glergólfið fauk. Weibo/Xinhua

Ferðamaður í Kína lenti í ansi óhugnanlegri stöðu þegar glergólf 100 metra hárrar brúar fauk undan honum vegna sterkra vinda. Maður hékk á miðri brúnni þar til honum tókst að koma sér á öruggan stað með hjálp starfsmanna á svæðinu. 

Brúin er staðsett á Piyan fjalli í norðausturhluta landsins, skammt frá borginni Longjing. Atvikið átti sér stað á föstudag. 

Nokkrir hlutar glergólfsins fuku í burtu vegna vindsins sem náði allt að 41 metrum á sekúndu. 

BBC greinir frá því að alls séu um 2.300 glerbrýr í Kína sem laða að sér áhættusækna ferðamenn. 

Slökkvilið kom á staðinn skömmu eftir að maðurinn hafði komið sér í öruggt skjól. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en hefur síðan jafnað sig að fullu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert