Glæsilegt Íslandsmet Guðbjargar (myndband)

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, sprettharðasta kona Íslandssögunnar, sló eigið Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss er hún bar sigur úr býtum í greininni á frjálsíþróttamótinu Aarhus Sprint n' jump í Árósum í Danmörku.

Hún kom fyrst í mark á tímanum 7,35 sekúndur og bætti gamla metið um átta sekúndubrot. Gamla metið var 7,43 sekúndur, sem hún setti í Laugardalshöll í fyrra og jafnaði svo á Stórmóti ÍR um síðustu helgi.

Glæsilegt hlaup Guðbjargar má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert