Beint í byrjunarliðið?

Gareth Bale í leik með velska landsliðinu í byrjun september.
Gareth Bale í leik með velska landsliðinu í byrjun september. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar ekki að spara Gareth Bale, sóknarmann liðsins og lánsmann frá Real Madrid, en Bale gekk til liðs við Tottenham á láni undir lok félagaskiptagluggans.

Bale hefur ekkert komið við sögu í fyrstu leikjum Tottenham á tímabilinu þar sem hann hefur verið að jafna sig á meiðslum og koma sér í leikform.

Mourinho vonast hins vegar til þess að geta notað sóknarmanninn öfluga um helgina þegar West Ham kemur í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

„Fótbolti er liðsíþrótt og hjá Tottenham snúast hlutirnir um liðið,“ sagði Mourinho.

„Gareth er mættur til Tottenham til þess að hjálpa liðinu en að sjálfsögðu munumvið ekki taka neina áhættu heldur.

Það skiptir máli að honum líði vel og þegar hann er tilbúinn fær hann sitt tækifæri í byrjunarliðinu,“ bætti Mourinho við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert