Handbolti

Fóru í fimm­tán klukku­tíma rútu­ferð frekar en töluvert styttri flug­ferð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Mynd tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AP

Litáen er meðal þjóða sem taka þátt á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Slóvakíu og Ungverjalandi á næstu dögum. Litáar vildu ekki eiga á hættu að smitast á ferðalagi sínu til Slóvakíu svo liðið ákvað að keyra alla leið frekar en að fljúga.

Handbolti.is greindi fyrst frá.

Litáen hefur leik í Slóvakíu og fer fyrsti leikur liðsins fram í borginni Košice. Nú þegar hefur einn leikmaður liðsins dottið út sökum kórónuveirusmits.

Upphaflega átti Litáen að leika tvo æfingaleiki hér á landi áður en liðið færi í leiguflug með því íslenska til Búdapest. Þar sem leikjunum var aflýst voru góð ráð dýr. Leikmenn Litáens fengu að velja, þeir gátu farið með rútu eða flugi.

Leikmenn liðsins ákváðu að rútuferð væri skárri kostur þar sem líkur á smiti væri litlar sem engar. Rútuferðin tók rétt rúmar 15 klukkustundir en liðið komst heilu og höldnu á áfangastað og engin ný smit hafa greinst.

Litáen og Rússland mætast í fyrstu umferð Evrópumótsins á morgun. Á laugardag mætast Litáen og heimamenn í Slóvakíu. Á mánudag er svo lokaleikdagur F-riðils er Litáen og Noregur mætast.

Tveir leikmenn Litáens leika hér á landi. Vilius Rasimas ver mark Selfyssinga og Gytis Smantauskas leikur í stöðu hægri skyttu hjá FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×