Zlatan kemur ekki á Old Trafford

Zlatan Ibrahimovic situr með kæliumbúðir á varamannabekk AC Milan eftir …
Zlatan Ibrahimovic situr með kæliumbúðir á varamannabekk AC Milan eftir að hafa verið skipt af velli í leiknum í Róm í gær. AFP

Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic missir af í það minnsta fjórum næstu leikjum AC Milan vegna meiðsla og það þýðir að hann kemur ekki á sinn gamla heimavöll, Old Trafford, þann 11. mars.

Zlatan fór af velli í sigurleik AC Milan gegn Roma í gær, 2:1, vegna nárameiðsla og félag hans segir að hann þurfi að hvíla í tíu daga til að byrja með. Eftir það verði staðan metin og betur verði hægt að gera sér grein fyrir því hvenær þessi 39 ára gamli markaskorari geti snúið aftur á völlinn.

Pau Lopez markvörður Roma ver frá Zlatan Ibrahimovic í leiknum …
Pau Lopez markvörður Roma ver frá Zlatan Ibrahimovic í leiknum í gær. AFP

Ljóst er að ásamt leiknum gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford 11. mars missir Zlatan af leikjum gegn Udinese, Verona og Napoli í A-deildinni en hann er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 14 leikjum. Aðeins Cristiano Ronaldo og Romelu Lukaku hafa skorað fleiri mörk en hann í deildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert