Thomas tryggði bandarískan sigur

Isiah Thomas með boltann í leik með Los Angeles Lakers.
Isiah Thomas með boltann í leik með Los Angeles Lakers. AFP

Fyrrverandi NBA-stjarnan Isiah Thomas tryggði Bandaríkjunum nauman sigur á Kúbu, 95:90, þegar þjóðirnar mættust í undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfuknattleik í Chihuahua í Mexíkó í nótt.

Thomas, sem er 32 ára og lék aðeins þrjá leiki í NBA-deildinni með New Orleans síðasta vetur, er án félags um þessar mundir. Það kom ekki í veg fyrir góða frammistöðu, 21 stig og lykilkörfu fyrir utan þriggja stiga línuna 13 sekúndum fyrir leikslok, sem innsiglaði bandarískan sigur. Jasiel Rivero var í aðalhlutverki hjá Kúbu og skoraði 34 stig.

Mexíkó vann Púertó Ríkó, 90:86, í hinum leiknum í fyrstu umferð riðilsins en þessar fjórar þjóðir spila saman í D-riðli Ameríkuþjóða í Chihuahua og þrjár þeirra komast áfram í næstu umferð undankeppninnar.

Argentína, Brasilía og Kanada eru í efstu sætunum í hinum þremur riðlunum í Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert