Samkvæmt Fótbolta.net er Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands og bikarmeistara Víkings í viðræðum um að taka við Norrköping í Svíþjóð.
Glen Riddersholm var rekinn úr starfi eftir að tímabilinu í Svíþjóð lauk og er Arnar á blaði félagsins.
Arnar hefur þjálfað Víking í fimm ár og gert liðið í tvígang að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum hefur liðið orðið bikarmeistari.
Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru allir leikmenn Norrköping.
Ari Freyr Skúlason var leikmaður liðsins en ákvað að hætta í fótbolta nú þegar tímabilinu lauk. Norrköping endaði í níunda sæti sænsku deildarinnar.