„Ég er í smá spennufalli“

Arna Eiríksdóttir átti góðan leik í vörn FH í dag
Arna Eiríksdóttir átti góðan leik í vörn FH í dag Eyþór Árnason

Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átti góðan leik í vörn liðsins í sigrinum gegn Þrótti í Bestu deild kvenna í dag. Arna var ánægð með leik FH eftir dramatískan heimasigur.

„Upplifun mín af leiknum litast aðeins af þessum síðustu mínútum, ég er í smá spennufalli.
Þær byrjuðu betur en mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn og áttum mjög góðan kafla síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Þær missa síðan leikmann af velli og þá tókum við yfirhöndina og mér fannst við sterki aðilinn meirihluta leiksins“. Sagði Arna í samtali við Mbl.is eftir leik.

Arna vildi víti í fyrri hálfleik þegar hún virtist toguð niður í dauðafæri.

„Mér fannst ég vera toguð niður fyrir opnu marki en ég þyrfti að sjá þetta aftur, kannski leit þetta öðruvísi út en ég upplifði að það væri togað í mig“.

FH hefur farið hægt af stað í deildinni en þetta var annar sigur liðsins í fjórum leikjum. Hvað þýðir sigurinn fyrir FH?

„Þessi þrjú stig gera ótrúlega mikið fyrir okkur, við hefðum verið skilin eftir af efri liðunum án þessara stiga og þessi sigur heldur okkur í þessum pakka sem er að myndast í töflunni. Við áttum erfitt uppdráttar í síðustu tveimur leikjum en svöruðum fyrir okkur í dag og við erum hægt og rólega bæta okkur“. Sagði Arna að lokum.

FH er í 4. sæti Bestu deildarinnar eftir leiki dagsins með sex stig en fjórða umferð klárast á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert