Þýskaland vann Portúgal í mögnuðum leik

Kai Havertz skorar þriðja mark Þjóðverja.
Kai Havertz skorar þriðja mark Þjóðverja. AFP

Þýskaland hafði betur gegn Portúgal í stórleik í F-riðli á Evrópumóti karla í fótbolta í München í dag, 4:2.

Þýskaland byrjaði af gríðarlegum krafti og skapaði sér nokkuð góð færi á upphafsmínútunum. Það var því algjörlega gegn gangi leiksins þegar Cristiano Ronaldo kom Portúgal yfir á 15. mínútu.

Þýskaland hélt áfram að sækja eftir markið og jöfnunarmarkið kom á 35. mínútu er Rúben Dias skoraði sjálfsmark. Aðeins fjórum mínútum síðar var Portúgal komið í 2:1 eftir annað sjálfsmark er Raphaël Guerreiro setti boltann í eigið mark og var staðan í leikhléi 2:1.

Þjóðverjar voru áfram mun sterkari í seinni hálfleik og Kai Havertz bætti við þriðja markinu á 51. mínútu og Robin Gosens því fjórða á 60. mínútu. Diego Jota minnkaði muninn fyrir Portúgal á 67. mínútu og 4:2 urðu lokatölur.

F-riðilinn, sem er sannkallaður dauðariðill, er afar spennandi því Frakkland er í toppsætinu með fjögur stig, Þýskaland og Portúgal í öðru og þriðja með þrjú og Ungverjaland í botnsætinu með eitt stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert