„Kaldar kveðjur til slökkviliðsmanna”

Birgir Þórarinsson telur nýja reglugerð ófullnægjandi
Birgir Þórarinsson telur nýja reglugerð ófullnægjandi mbl.is/Sigurður Bogi

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Willum Þór heilbrigðisráðherra senda slökkviliðsmönnum kaldar kveðjur með nýrri reglugerð.

Í aðsendri grein í nýjasta tölublaði Víkurfrétta rekur Birgir að hann hafi flutt breytingartillögu á Alþingi við frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatryggingar. Lagði hann til hvaða gerðir krabbameina skuli teljast bótaskyldir atvinnusjúkdómar hjá slökkviliðsmanna. 

Nú hafi ný reglugerð um atvinnusjúkdóma verið innleidd og í henni sé ekki minnst á slökkviliðs menn.

Birgir er ekki sáttur. „Ekkert er fjallað um hvort og þá hvaða starfsstéttir geti hugsanlega verið útsettari fyrir því að greinast með sjúkdóma vegna atvinnu og starfsumhverfis. Þetta er þvert á það sem var lofað og eru kaldar kveðjur til slökkviliðsmanna sem hætta lífi sínu í þágu borgaranna“

Á Alþingi skoraði Birgir á Willum að breyta reglugerðinni og tryggja að að tiltekin krabbamein verði skilgreind sem atvinnusjúkdómar slökkviliðsmanna. „Tiltekin krabbamein verði skilgreind sem atvinnusjúkdómar slökkviliðsmanna.“

Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd þessara reglugerðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert