Flestir Íslendingar treysta sóttvarnaryfirvöldum

Íslendingar bera mikið traust til sóttvarnaryfirvalda.
Íslendingar bera mikið traust til sóttvarnaryfirvalda. AFP

Meira en níutíu prósent íslensku þjóðarinnar treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna Þjóðarpúls Gallup en könnunin fór fram á dögunum 21. apríl til 2. maí.

Þetta er þriggja prósentustiga aukning frá því að skoðunarkönnunin var síðast framkvæmd. Traust Íslendinga gagnvart almannavörnum hefur eilítið dvínað frá því á síðasta vori en almennt helst það stöðugt.

Almennt séð þá telja Íslendingar að ríkisstjórn þeirra er að gera hæfilega mikið til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 og að almannavarnir séu að gera hæfilega mikið til þess að bregðast við Covid-19. Einnig telja Íslendingar að hæfilega er mikið gert úr heilsufarslegu hættunni sem þeim stafar af Covid-19.

42% finnur fyrir litlum ótta við að smitast

Um 42% þátttakenda þjóðarpúlsins finnur fyrir litlum ótta við að smitast af Covid-19 en sá ótti náði hámarki sínum um miðbik október síðastliðinn. Sá ótti er mestur meðal þeirra á aldrinum 50-59 ára.

Konur eru helmingi líklegri til að óttast Covid-19 smit frekar en karlar. Kjósendur Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins eru meðal þeirra sem finna fyrir minnstum ótta við að smitast af Covid-19.  

Meira en helmingur þátttakenda eða 55% hafa hins vegar miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum Covid-19 á Íslandi. Konur eru líklegri til þess að finna fyrir þessum ótta en hann dreifist jafnt á milli aldurshópa og búsetu.

Um 6% viðmælenda sögðust vera í sjálfskipaðri einangrun. Þessi ákvörðun er útbreiddust meðal þeirra viðmælenda sem sögðust 60 ára eða eldri, en 13% viðmælenda í þeim aldurshópi sögðust vera í sjálfskipaðri einangrun. Til samanburðar sögðust einungis 1-4% viðmælenda annarra aldurshópa vera í slíkri aðstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert