Slysahætta á Laugardalsvelli?

Það hefur verið mikið álag á Laugardalsvöll undanfarna daga.
Það hefur verið mikið álag á Laugardalsvöll undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland tekur á móti Belgíu í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45.

Ísland er í neðsta sæti 2. riðils án stiga en Belgar eru í öðru sæti riðilsins með 6 stig, einu stigi minna en England, sem er í efsta sætinu.

Það hefur verið mikil álag á Laugardalsvelli að undanförnu og verður þetta þriðji landsleikurinn á sjö dögum sem fer fram á vellinum.

Alfreð Finnbogason, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir meiðst í síðustu tveimur landsleikjum og vilja margir meina að vellinum sé um að kenna.

„Mér líður vel í skrokknum,“ sagði Birkir Bjarnason á blaðamannafundi íslenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

„Það er gott fyrir mig persónulega að fá leiki og byggja þannig upp formið.

Eins og fólk hefur tekið eftir er völlurinn þungur og laus í sér en það á ekki að hafa of mikil áhrif,“ bætti Birkir við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert