Kínversk hlutabréf hækkuðu í dag í kjölfar þess að staðbundin stjórnvöld í Kína hafa rýmkað reglur vegna Covid-19. Wall Street Journal greinir frá.

Í Sjanghæ þarf ekki lengur að sýna neikvætt PCR próf til að taka almenningssamgöngur eða taka þátt í opinberum atburðum utanhúss. Í Hagxhou, heimaborg Alibaba, voru reglurnar einnig rýmkaðar.

Hang Seng vísitalan í kauphöllinni í Hong Kong hækkaði um 4,5% og CSI 300 hlutabréfavísitalan hækkaði um 2%.

Kínverska júanið styrktist einnig og er nú í 7 á móti Bandaríkjadal.