15% aukning útflutningsverðmæta í apríl

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í apríl nam 31 milljarði króna og 108 …
Útflutningsverðmæti sjávarafurða í apríl nam 31 milljarði króna og 108 milljörðum á fyrstu 4 mánuðum ársins. mbl.is/Alfons

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í apríl á þessu ári var 15% hærra en í sama mánuði í fyrra og nam um 31 milljarði króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á fyrstu fjóru mánuðum ársins er því útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 108 milljarða og hefur aldrei verið meiri á fyrsta ársþriðjungi.

„Þrátt fyrir þessa myndarlegu aukningu er vægi sjávarafurða í verðmæti vöruútflutnings á fyrstu 4 mánuðum ársins minna í ár en það hefur áður verið á þessari öld. Það nemur nú rúmlega 35% af verðmæti vöruútflutnings samanborið við rúmt 41% á sama tímabili í fyrra. Það skýrist augljóslega af því að verðmæti annars vöruútflutnings er að aukast umfram sjávarafurðir. Þá aukningu má í mun meira mæli rekja til verðhækkana fremur en magnaukningar,“ segir í greiningu Radarsins.

Mynd/Radarinn

Flöskuhhálsar í flutningsleiðum

Talið er að stór loðnuvertíð í vetur hafi haft veruleg áhrif á aukningu útflutningsverðmæta þó svo að ekki sé hægt að sjá sundurliðun eftir tegundum í bráðabirgðatölunum. „Stærstan hluta af aukningunni má rekja til fiskimjöls. Útflutningsverðmæti þess nam um 6,2 milljörðum króna í apríl sem er um 660% aukning frá sama mánuði í fyrra á föstu gengi. Útflutningsverðmæti lýsis nam rúmlega 2,2 milljörðum króna sem er ríflega 280% aukning á milli ára.“

Samdráttur varð hins vegar í öðrum vöruflokkum. „Margir þættir geta skýrt samdrátt á milli ára. Flöskuhálsar hafa myndast í flutningum og staðan er almennt erfiðari eftir því sem fjarlægðin er meiri. Til að mynda hafa hertar sóttvarnaraðgerðir í Kína gert það að verkum að erfiðara gengur að koma afurðum á markað þar í landi. Svo ekki sé minnst á stríðið í Úkraínu en áhrifa þess gætir víða,“ segir í grieningunni.

Þá er vakin athygli á að 52% aukning hafi orðið í útflutningsverðmætum frystra flaka, en 10% samdráttur í ferskum afurðum og 39% samdráttur í rækju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »