Petito lést af völdum kyrkingar

Dánarstjóri hefur úrskurðað að Gabby Petito hafi látist af völdum …
Dánarstjóri hefur úrskurðað að Gabby Petito hafi látist af völdum kyrkingar. AFP

Dánarstjóri hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Pe­tito, sem hvarf er hún var á ferðalagi með kær­asta sín­um, hafi verið kyrking. BBC greinir frá. 

Lík Petito fannst í skógi í Wyoming 19. september en þá hafði fjölskylda hennar ekkert heyrt í henni síðan í ágúst. Dánarstjórinn Brent Blue sagði að hún hefði verið látin í þrjár til fjórar vikur þegar líkið fannst. 

Skömmu eftir að líkið fannst tilkynnti bandaríska alríkislögreglan að rannsakendur hefðu úrskurðað Petito myrta. 

Kærasti Petito, Brian Laundrie, liggur undir grun en skömmu áður en líkamsleifar Petito fundust, hvarf hann sporlaust. 

„Því miður er þetta aðeins eitt af mörgum dauðsföllum í landinu í tengslum við heimilisofbeldi og því miður fá þau dauðsföll ekki eins mikla umfjöllun og þetta,“ sagði Blue.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert