Erlent

Rannsaka hvernig það gerðist að páfinn „like-aði“ fáklædda fyrirsætu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Myndin sem páfinn „like-aði“.
Myndin sem páfinn „like-aði“. Natalia Garibotto

Vatíkanið hefur hafið rannsókn á því hvernig það kom til að opinber Instagram-aðgangur páfa „like-aði“ mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Ekki liggur fyrir hvenær atvikið átti sér stað en á myndinn var fyrirsætan, Natalia Garibotto, klædd í skólabúning.

Myndin hefur nú verið „aflike-uð“ af Instagram hans heilagleika en talsmaður Vatíkansins sagði í samtali við Guardian að óhætt væri að útiloka að páfinn sjálfur hefði átt hlut að máli og að skýringa hefði verið leitað hjá Instagram.

Páfinn hefur 7,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum.

BBC hefur eftir heimildarmanni að aðgangurinn sé á forræði nokkurra starfsmanna Vatíkansins og að innri rannsókn sé hafin á málinu. Garibotto, sem streymir einnig á leikjasíðunni Twitch, virðist taka uppákomunni mátulega alvarlega.

„Ég er að minnsta kosti á leið til himna,“ tísti hún.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×