Eru að deyja úr hungri

Staða barna í Jemen er skelfileg að það er varla …
Staða barna í Jemen er skelfileg að það er varla hægt að koma o. AFP

Yfir hálf milljón barna yngri en fimm ára býr við alvarlega hungursneyð í Jemen en ástandið hefur aldrei verið jafn alvarlegt í landinu að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. 

Ástandið hefur versnað enn frekar að undanförnu vegna kórónuveirufaraldursins og erfiðleika við að safna fé til hjálparstarfsins.

Í skýrslunni kemur fram að tölurnar eigi við börn í suðurhluta landsins og ekki megi búast við öðru en að staðan sé álíka slæm í norðurhluta landsins. Unnið er að rannsókn á stöðunni þar. 

Að minnsta kosti 98 þúsund börn yngri en fimm ára eru við það að svelta í hel í suðurhluta Jemen segir í skýrslunni sem unnin er af Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna (WFP) og barnahjálp SÞ (UNICEF). 

98 þúsund börn í Jemen eru við dauðans dyr vegna …
98 þúsund börn í Jemen eru við dauðans dyr vegna hungurs. AFP

Lisa Grande, sem fer með mannúðarmál í Jemen fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna, segir að þessar tölur staðfesti að aldrei hafi fleiri börn í Jemen þjáðst af vannæringu frá því stríðið hófst þar í landi árið 2014. Yfir 24 milljónir landsmanna, sem eru tæplega 80% íbúa Jemen, reiða sig á einhvers konar neyðaraðstoð til að lifa af. Í ár hefur ástandið versnað hratt. 

Í júlí varaði SÞ við því að einn af hverjum níu íbúum heimsins byggi við hungur á sama tíma og farsótt geisar og náttúruhamfarir eru tíðari af völdum loftslagsbreytinga.

Söfnun UNICEF fyrir Jemen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert