Selenskí hitti hermenn í Dónetsk

Selenskí ásamt úkraínskum hermanni í Dónetsk-héraði fyrr í dag.
Selenskí ásamt úkraínskum hermanni í Dónetsk-héraði fyrr í dag. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti í dag héraðið Dónetsk í austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar hafa geisað við Rússa.

Hann sagði bardaga á svæðinu vera erfiða, en rússneskar hersveitir reyna nú að endurheimta iðnaðarborgina Bakhmut.

Bardagar í Úkraínu hafa í auknum mæli farið fram á svæðinu Donbas, þar sem héruðin Dónetsk og Lúgansk eru staðsett, eftir að úkraínskar hersveitir endurheimtu borgina Kerson í suðri í síðasta mánuði.

Selenskí ræðir við úkraínskan hermann í heimsókn sinni.
Selenskí ræðir við úkraínskan hermann í heimsókn sinni. AFP

Selenskí sást í myndbandi klæddur þykkri úlpu ræða við hermenn í fremstu víglínu um stöðu mála.

„Erfiðasta víglínan í dag er í austurhluta Úkraínu. Það er heiður fyrir mig að vera staddur hér ásamt hersveitum okkar í Donbas. Ég tel að við munum næst munum við hittast í okkar úkraínsku Dóntesk, Lúgansk og á Krímskaga,“ sagði hann.

Rússneskar hersveitir og stuðningsmenn þeirra hafa ráðið yfir hlutum af Dónetsk og Lúgansk frá árinu 2014 þegar bardagar við aðskilnaðarsinna brutust út og Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert