Dregið í bikarnum: Valur mætir FH

Víkingar unnu bikarinn í fjórða skiptið í röð á síðasta …
Víkingar unnu bikarinn í fjórða skiptið í röð á síðasta tímabili og þeir fá 3. deildarlið Víðis úr Garði í heimsókn í 32-liða úrslitunum. mbl.is/Óttar Geirsson

Dregið var til 32-liða úrslitanna í bikarkeppni karla í fótbolta núna í hádeginu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands.

Þar koma liðin tólf úr Bestu deild karla til leiks ásamt þeim 20 liðum sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðir keppninnar. 

Í sextán viðureignum í umferðinni er aðeins ein á milli liða úr Bestu deildinni en Valur fékk heimaleik gegn FH. 

Þar með gætu ellefu af tólf liðum Bestu deildar komist í sextán liða úrslit, takist þeim að vinna mótherja sína úr neðri deildum.

Bæði KR og ÍA drógust gegn liðum úr 4. deild. KR-ingar sækja heim Knattspyrnufélagið Ásvelli til Hafnarfjarðar og Skagamenn fá Tindastól í heimsókn.

Hafnir, eina liðið úr 5. deild sem komst í 32-liða úrslit, fékk útileik gegn 3. deildarliði ÍH úr Hafnarfirði.

Þessi lið mætast í 32-liða úrslitunum 24. og 25. apríl, deildir liða utan Bestu deildar eru í svigum:

Haukar (2) - Vestri
Árbær (3) - Fram
KÁ (4) - KR
ÍBV (1) - Grindavík (1)
Grótta (1) - Þór (1)
ÍH (3) - Hafnir (5)
Valur - FH
Afturelding (1) - Dalvík/Reynir (1)
ÍA - Tindastóll (4)
Þróttur R. (1) - HK
Keflavík (1) - Breiðablik
Höttur/Huginn (2) - Fylkir
Augnablik (3) - Stjarnan
Fjölnir (1) - Selfoss (2)
Víkingur R. - Víðir (3)
KA - ÍR (1)

Liðin 32 eru eftirtalin:

Besta deild­in: Breiðablik, FH, Fram, Fylk­ir, HK, ÍA, KA, KR, Stjarn­an, Val­ur, Vestri, Vík­ing­ur R.
1. deild karla: Aft­ur­eld­ing, Dal­vík/​Reyn­ir, Fjöln­ir, Grinda­vík, Grótta, ÍBV, ÍR, Kefla­vík, Þór, Þrótt­ur R.
2. deild karla: Hauk­ar, Hött­ur/​Hug­inn, Sel­foss.
3. deild karla: Augna­blik, Árbær, ÍH, Víðir.
4. deild karla: KÁ, Tinda­stóll.
5. deild karla: Hafn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert