Þíða í samskiptum Írans og Sádi-Arabíu

Kona á gangi í Teheran.
Kona á gangi í Teheran. AFP

Íranir tilkynntu í gær að þeir hefðu skipað sendiherra í Sádi-Arabíu. Er það tekið til marks um þíðu í samskiptum ríkjanna en skorið var á formleg tengsl ríkjanna fyrir sjö árum síðan.

Bæði Íran og Sádi-Arabía eru þungavigtarríki í sínum heimshluta og var eftir því tekið er þau undirrituðu sáttamiðlun í Kína í mars síðastliðnum.

Munar þar mestu um ólíka afstöðu ríkjanna til átakanna í Jemen, þar sem Sádi-Arabar hafa ásamt öðrum stutt við bakið á stjórnvöldum en Íranir hafa stutt Huthi uppreisnarmenn, sem hafa höfuðborgina Sanaa á valdi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert