Lífið

Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf

Elísabet Hanna skrifar
níu líf
GRÍMUR BJARNASON

Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs.

Sýningar haustsins eru komnar í sölu svo nóg er af skemmtun framundan. Landsmenn virðast tengja við tónlistarmanninn Bubba og vilja ólmir vita um líf hans fram að þessu enda er Bubbi einskonar þjóðareign. Hann hefur farið í gegnum mörg tímabil í lífinu og þarf nokkra leikara til þess að túlka ferðalag hans í gegnum það.

Rakel fer af kostum sem ungur Bubbi og Brynja í söngleiknum Níu líf.Aðsend/Grímur Bjarnason.

Tengdar fréttir

„Það má segja að við séum sálufélagar í lífi og list“

Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eru að gefa út plötuna ÞAU taka Vestfirði í dag en bæði eru þau rokkarar úr Hafnarfirði sem litar samstarfið. Platan inniheldur frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld og hefur djúpar menningarlegar rætur.

Bubbi búinn að selja fyrir rúmar tuttugu milljónir á fimm dögum

Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. Bubbi hefur selt á sjöunda hundrað verk síðan sala hófst þann 1. desember. Umboðsmaður Bubba reiknar með að verkin seljist upp á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×