Sigurvin sinnir þjálfuninni áfram

Sigurvin Ólafsson fagnar marki fyrir FH.
Sigurvin Ólafsson fagnar marki fyrir FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurvin Ólafsson, lögmaður og margfaldur Íslandsmeistari, mun áfram halda um stjórnartaumana hjá KV sem leikur í 2. deild karla í knattspyrnu. 

KV stendur fyrir Knattspyrnufélag Vesturbæjar og lék Sigurvin um tíma með liðinu fyrir nokkrum árum. Liðið hafnaði í efsta sæti 3. deildar á árinu og var Sigurvin valinn þjálfari ársins.

Þjálfunin er aukabúgrein hjá Sigurvini en hann starfar á lögmannsstofunni Bonafide. Þar er einnig sveitungi hans úr Eyjum sem einnig á marga leiki að baki í efstu deild, Lúðvík Bergvinsson. 

Sigurvin er einn fárra sem hafa orðið Íslandsmeistari með þremur liðum sem leikmaður. Voru það ÍBV, KR og FH í hans tilfelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert