Framsóknarfólk í flegnu fyrir Sönnu

„Útlit og klæðnaður kemur hæfni og getu einstaklinga ekki við. …
„Útlit og klæðnaður kemur hæfni og getu einstaklinga ekki við. Ungt framsóknarfólk vill að öll geti starfað í öruggu umhverfi þar sem komið er fram við þau af virðingu óháð kyni og klæðnaði,“ segir í færslu frá Ungum framsóknarmönnum.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, var í forsíðuviðtali finnska tískutímaritsins Trendi í vikunni. Á mynd sem birtist í blaðinu er Marin íklædd svörtum jakka en að því er virðist engu undir honum. Brjóstaskoran hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum þar í landi, sem hafa hneykslast á myndbirtingunni og sagt hana óviðeigandi fyrir ráðherra.

Fjöldi kvenna hefur aftur á móti stigið fram og lýst stuðningi við Marin með því að birta myndir af sér í samskonar fatnaði. Konur eigi enda að geta klætt sig eins og þær vilja hvort sem þær eru í valdastöðum eða ekki.

Sanna Marin er í viðtali í nýjasta tölublaði tískuritsins Trendi …
Sanna Marin er í viðtali í nýjasta tölublaði tískuritsins Trendi í Finnlandi. Skjáskot/Instagram

Meðal þeirra eru konur í Sambandi ungra framsóknarmanna. Á mynd sem þær birta á Instagram má sjá á þriðja tug framsóknarkvenna og -karla, þar á meðal þingkonur flokksins, klæddar í svipaðan jakka. „Bylgja er hafin til stuðnings Sönnu og konum í stjórnmálum. Bylgja af röddum sem vilja kveða gamaldags hugsanir niður og óviðeigandi gagnrýni sem konur í valdastöðum upplifa meðal annars vegna klæðnaðar,“ segir í færslunni frá Ungum framsóknarmönnum.

View this post on Instagram

A post shared by Samband ungra framsóknarmanna (@ungframsokn) on Oct 15, 2020 at 2:19pm PDT

  

Útlit og klæðnaður kemur hæfni og getu einstaklinga ekki við. Ungt framsóknarfólk vill að öll geti starfað í öruggu umhverfi þar sem komið er fram við þau af virðingu óháð kyni og klæðnaði.“

Af öðrum íslenskum stjórnmálakonum sem hafa lýst yfir stuðningi við Sönnu Marin má nefna Heiðu Björgu Hilmisdóttur, varaformann Samfylkingarinnar, sem birtir álíka mynd af sér á Facebook.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant