Endurheimtu rafmynt frá netþrjótum

AFP

Bandarísk yfirvöld hafa endurheimt rafmynt að andvirði um 2,3 milljónir bandaríkjadala sem netþrjótar fengu greitt í kjölfar netárásar sem beindist gegn tölvukerfi olíudreifingarfyrirtækisins Colonial Pipeline.

Árásin hafði þær afleiðingar að starfsemi fyrirtækisins lagðist tímabundið með umtalsverðum afleiðingum. 

Bandaríska alríkislögreglan endurheimti 64 bitcoin úr stafrænu veski, en virði rafmyntarinnar er um 280 milljónir króna. Rafmyntin er talin vera lausnargjaldið sem Colonial greiddi rússnesku glæpagengi vegna netárásarinnar. Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir aðgerðirnar vera til marks um aukna færni yfirvalda í aðgerðum tengdum netárásum og rafmyntum. 

Frétt Wall Street Journal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert