Sveinn á leið í háskólaboltann

Sveinn Búi Birgisson í leik með Val á nýafstöðnu tímabili.
Sveinn Búi Birgisson í leik með Val á nýafstöðnu tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Sveinn Búi Birgisson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, mun halda vestur um haf og leika með háskólaliði Siena Saints, sem er staðsett í Colonie í New York-fylki í Bandaríkjunum, á næsta tímabili.

Karfan.is greinir frá og kveðst hafa heimildir fyrir.

Sveinn Búi, sem verður tvítugur næstkomandi sunnudag, hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við. Hann lék með Ármanni og KR í yngri flokkunum og hóf svo meistaraflokksferil sinn með Val áður en hann gekk til liðs Selfoss og lék með liðinu í næstefstu deild á þarsíðasta tímabili.

Siena Saints er háskólalið Siena-háskólans, sem leikur í efstu deild NCAA-háskólakeppninnar í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert