Var á djamminu þegar Guðni ávarpaði þjóðina

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Listamaður­inn Erna Mist var enn á djamm­inu á ný­árs­dag þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son til­kynnti að hann hygðist láta af embætti. Þetta upp­lýs­ir hún í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem hún fer yfir frétt­ir vik­unn­ar ásamt Run­ólfi Ágústs­syni, fram­kvæmda­stjóra.

    Erna Mist tel­ur embættið standa nú að ein­hverju marki á markalín­um raun­veru­leika­sjón­varps og stjórn­mála. Bend­ir hún á að það mæt­ist mikl­ar and­stæður í fram­boði Arn­ars Þórs Jóns­son­ar og Ásdís­ar Rán­ar.

    Erna Mist, listamaður og pistlahöfundur og Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri mættu …
    Erna Mist, listamaður og pistla­höf­und­ur og Run­ólf­ur Ágústs­son fram­kvæmda­stjóri mættu í Spurs­mál og léku við hvern sinn fing­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

    „Það er svo­lít­il gjá milli þess­ara tveggja karakt­era. Hann ver­andi þessi jakkafataíhaldsmaður sem meik­ar sens að ein­hverju leyti en svo kem­ur Ásdís Rán sem er svona ný­stár­legri kost­ur. Í sjálfu sér væri það rosa­lega áhuga­vert, ferðalagið, sögu­örk­in sem fær­ir ein­hvern frá því að vera Play­boy-stjarna yfir í það að vera for­seti. Hún sjálf er rosa­lega áhuga­verð. Sem bíó­mynda­prem­isu myndi ég velja Ásdísi Rán því það er svo áhuga­verð prem­isa.“

    Hún seg­ist hins veg­ar ekki viss um hvort hún myndi kjósa for­seta á þess­um for­send­um. Hún eigi erfitt með að rugla sam­an raun­veru­leika­sjón­varpi og stjórn­mál­um sem hún seg­ir vera að ger­ast á tím­um marg­miðlun­ar.

    „Við erum líka alltaf að velja okk­ur afþrey­ing­ar­mögu­leika þegar við kjós­um fólk í op­in­ber­ar stöður,“ seg­ir Erna Mist.

    Þátt­inn má í heild sinni sjá hér:

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert