Viðbragðssveit í undirbúningi á Íslandi

Sérstök vottuð viðbragðssveit (e. Emergency Medical Team) er nú í …
Sérstök vottuð viðbragðssveit (e. Emergency Medical Team) er nú í undirbúningi á Ísland mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérstök vottuð viðbragðssveit (e. Emergency Medical Team) er nú í undirbúningi á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og kemur það fram að samráð um þessa ákvörðun hafi farið fram á vettvangi ríkisstjórnarinnar.

Verði virkjuð í almannavarnarástandi

Tilgangur slíkrar sveitar er að hún geti verið virkjuð í almannavarnaástandi, svo sem vegna stórra hópslysa, farsótta, hópsýkinga eða náttúruhamfara. Í sveitinni verða læknar, hjúkrunarfræðingar og annað stuðningsfólk um allt land.

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, segir að jarðhræringar undafarna mánuði á Reykjanesskaga auk strands skemmtiferðarskips við Grænland hafa brýnt þörfina fyrir slíka viðbragðssveit.

Norðmenn hafa boðið leiðsögn 

„Sveitin gæti til að mynda aðstoðað við að koma sjúklingum í viðeigandi úrræði, eða til að sinna heilbrigðisþjónustu á vettvangi meðan beðið er eftir liðsinni frá öðrum þjóðum. EMT sveitin gæti þá einnig sinnt aðstoð vegna válegra atburða erlendis,“ segir Willum Þór í tilkynningu.

Enn fremur kemur fram að tólf Evrópuríki hafa þegar stofnað slíkar sveitir og er Noregur meðal annars í þeim hópi. Noregur hefur lagt áherslu á það að bregðast við aðstæðum á norðurslóðum og hafa stjórnendur norsku sveitarinnar boðið fram leiðsögn við stofnun viðbragðssveitar á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert