Leita að skipverjanum neðansjávar í dag

Leitað verður með neðansjávarfari frá Teledyne Gavia.
Leitað verður með neðansjávarfari frá Teledyne Gavia. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfnin á varðskipinu Þór hyggst leita að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag neðansjávar á svæðinu þar sem talið er að hann hafi fallið fyrir borð..

Neðansjávarfarið er frá Teledyne Gavia en það er útbúið sérstakri hliðarhljóðsjá auk myndavélar sem nýtist við athugun sjávarbotnsins.

Áhöfnin á varðskipinu Þór heldur leit áfram í dag að …
Áhöfnin á varðskipinu Þór heldur leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga. Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands

Þyrlan leitar einnig

Sérfræðingur frá Teledyne Gavia fór um borð í Þór í morgun ásamt sérfræðingum frá sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar til að aðstoða við leitina.

Þyrla Landhelgisgæslunnar verður einnig nýtt til leitar í dag. Leitin hefst í birtingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert