Njarðvíkingar leika til úrslita

Njarðvíkingar fagna í leikslok.
Njarðvíkingar fagna í leikslok. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvík tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta með sterkum sigri á Grindavík, 82:69, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum í Smáranum í kvöld.

Njarðvík vann einvígið 3:0 og mætir annað hvort Keflavík eða Stjörnunni í úrslitum, en Grindavík er komin í sumarfrí.

Grindavík var yfir stærstan hluta fyrri hálfleiks og var staðan eftir hann 41:36. Njarðvík vann hins vegar þriðja leikhlutann 22:15, fjórða leikhlutann 24:13 og sannfærandi sigur í leiðinni.

Selena Lott skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir Njarðvík og Isabella Ósk Sigurðardóttir gerði 15 stig og tók 13 fráköst.

Sarah Mortensen gerði 23 stig og tók átta fráköst fyrir Grindavík og Danielle Rodríguez skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.

Selena Lott úr Njarðvík sækir að körfu Grindvíkinga. Eve Braslis …
Selena Lott úr Njarðvík sækir að körfu Grindvíkinga. Eve Braslis er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Grindavík 69:81 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert