Segja aðeins tvo koma til greina hjá Barcelona

Rafael Márquez stýrir í dag varaliði Barcelona.
Rafael Márquez stýrir í dag varaliði Barcelona. AFP

Mexíkóski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rafael Márquez þykir nú líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum hjá Barcelona á Spáni.

Það er spænski miðillinn Sport sem greinir frá þessu en Márquez, sem er 45 ára gamall, stýrir í dag varaliði félagsins.

Spænski miðillinn þykir mjög áreiðanlegur þegar kemur að málefnum Barcelona en hann segir aðeins tvo möguleika í stöðunni þegar kemur að stjóraleit félagsins, að halda Xavi sem er núverandi stjóri liðsins, eða að Márquez taki við af honum.

Útiloka ekki að Xavi verði áfram

Xavi gaf það út fyrir áramót að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið þar sem of mikil pressa fylgdi því að stýra spænska stórveldinu.

Forráðamenn félagsins útiloka þó ekki að Xavi verði áfram en annars mun Márquez taka við af honum.

Mexíkóinn lék með Barcelona frá 2003 til 2010, varð fjórum sinnum Spánarmeistari og tvívegis Evrópumeistar, og skipaði afar öflugt miðvarðapar með Charles Puyol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert