Óhugnanlega margir slitið krossband

Hinn 19 ára gamli Haukur Þrastarson sleit krossband á dögunum.
Hinn 19 ára gamli Haukur Þrastarson sleit krossband á dögunum. Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Ekki var skemmtilegt að heyra þau tíðindi frá Póllandi að Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handknattleik, hefði slitið krossband í hné á dögunum. Haukur er aðeins 19 ára og á þeim aldri sem er mótunarskeið hjá leikmanni á uppleið og atvinnumannaferillinn auk þess nýhafinn hjá Kielce.

Miklar vonir eru bundnar við Hauk og samherja hans úr yngri landsliðunum, Viktor Gísla Hallgrímsson. Er það ekkert leyndarmál enda voru þeir sérlega efnilegir og eru orðnir góðir. Þegar nánast heil hreyfing væntir mikils af mönnum í framtíðinni þá er það ekki úr lausu lofti gripið. Með þá innanborðs lék unglingalandsliðið til úrslita á EM í Krótaíu árið 2018.

Ekki veit ég hversu margt íslenskt íþróttafólk ég þekki sem slitið hefur krossband. Þótt ég myndi bara nefna fólk úr knattspyrnu og handknattleik þá væri það óhugnanleg tala. Í raun þarf ekki að fara langt frá Hauki til að finna dæmi því systir hans, Hrafnhildur Hanna, hefur lent í því að slíta krossband.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert