Solskjær og Marsch orðaðir við Kanada

Ole Gunnar er orðaður við landslið Kanada.
Ole Gunnar er orðaður við landslið Kanada. AFP

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum þjálfari Manchester United, og Jesse Marsch sem stýrði meðal annars Leeds United, eru taldir líklegastir til að stýra Kanadamönnum á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2026.

Fregnir herma að bæði Solskjær og Marsch hafi fengið fyrirspurnir frá kanadíska knattspyrnusambandinu. Báðir hafa verið atvinnulausir í töluverðan tíma. Solskjær síðan 2021 þegar samningi hans við Manchester United var rift og Marsch síðan hann var rekinn frá Leeds í febrúar 2023.

Kanadamenn eru ein af gestgjafaþjóðum mótsins ásamt Bandaríkjunum og Mexíkó og voru þáttakendur á síðasta heimsmeistaramóti. Jose Mourinho og Frank Lampard hafa áður verið orðaðir við starfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert