Landsliðsmaður á leið til Póllands

Daníel Leó Grétarsson í leik með íslenska landsliðinu í nóvember …
Daníel Leó Grétarsson í leik með íslenska landsliðinu í nóvember gegn Rúmeníu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Daníel Leó Grétarsson er að ganga til liðs við pólska úrvalsdeildarfélagið Slask Wroclaw. 

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Daníel Leó, sem er 26 ára gamall, hefur ekki átt fast sæti í liði Blackpool á tímabilinu en hann hefur einnig verið að glíma við meiðsli.

Hann mun gangast undir læknisskoðun hjá pólska félaginu á næstu dögum en Daníel er uppalinn hjá Grindavík.

Varnarmaðurinn gekk til liðs við Aalesund í Noregi árið 2015 en samdi við Blackpool árið 2020 þar sem hann hefur leikið síðan. Þá á hann að baki 5 A-landsleiki fyrir Ísland.

Slask Wroclaw er í tíunda sæti pólsku deildarinnar með 24 stig en deildin er í vetrarfríi og hefst keppni á nýjan leik í Póllandi hinn 4. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert