fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Gagnárás í tískustríðinu: Segja 66°Norður ekki vera í rými gamla Geysis

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag greindi DV frá því að fyrrum eigendur Geysis sökuðu Rammgerðina og 66°Norður um hugverkaþjófnað. Rekstraraðilar Geysis urðu gjaldþrota á síðasta ári og Rammagerðin tók yfir vörumerkið í gegnum þrotabúið. Fyrrverandi eigendur verslunarinnar lýstu óánægju sinni með hvernig vörumerkið væri notað.

Hægt er að lesa nánar um það hér: Kalt tískustríð: Fyrrum eigendur Geysis bera 66° Norður þungum sökum

Nú hefur Rammagerðin sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar er tekið fram að nú sé unnið að því að merkja verslanirnar Rammagerðinni, en að allar „naglfastar innréttingar“ séu eign leigusala og fylgja því húsnæðinu við leigu.

Þá tekur Rammagerðin fram að 66°Norður sé ekki með neitt samkomulag um leigu á rými sem áður hýsti verslanir Geysis.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Rammagerðin hefur tekið á leigu verslunarrými sem áður hýstu verslanir Geysis sem voru lýstar gjaldþrota í febrúar síðastliðinn. Verslanirnar verða undir vörumerki Rammagerðarinnar. Unnið er að því að merkja nýju verslanirnar Rammagerðinni með viðeigandi hætti. Allar naglfastar innréttingar sem eru í leiguhúsnæði eru eign leigusala og fylgja því húsnæðinu við leigu.

Rammagerðin mun opna verslanir á næstu vikum í Hörpu, í Kringlunni og á Skólavörðustíg og er markmiðið að skapa aukin tækifæri fyrir samstarf við íslenska hönnuði og handverksfólk.

Rammagerðin er gamalgróið fyrirtækið og var stofnuð árið 1940. Rammagerðin starfrækir verslanir víða meðal annars á Skólavörðustíg, í flugstöð Leifs Eiríkssonar, Perlunnar og í Lava Center á Hvolsvelli.

Þess ber að geta að 66°Norður hefur ekki gert neitt samkomulag um leigu á verslunarrými sem áður hýsti verslanir Geysis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“