Nýr útsendari í Valorant opinberaður

Nýjasti útsendarinn í Valorant heitir Neon.
Nýjasti útsendarinn í Valorant heitir Neon. Grafík/Riot Games/Valorant

Riot Games hefur opinberað nýjasta útsendara tölvuleiksins Valorant og skýrt frá hæfileikum hennar.

Hleypur á leifturhraða

Nýjasti útsendari tölvuleiksins heitir Neon og er frá Filipseyjum. Hún flýgur fram á við á átakanlegum hraða og gefur frá sér lífrafmagnsgeisluns eins hratt og líkami hennar framkallar hana. Hún hleypur á undan til þess að ná óvinum sínum þegar þeir eru ekki á varðbergi og slær hún þá niður á ótrúlegum hraða.

Búnaðurinn hennar treystir aðallega á hraða hennar í viðureignum en hún býr einnig að öflugum rafmagnshæfileikum sem aðstoða hana.

Getur hlaðið aftur

Einkennishæfileiki Neon, High Gear, gerir henni kleift að hlaupa og renna sér einu sinni í hverri umferð - þó getur hún fengið aðra hleðslu með því að fá tvö dráp í lotu eftir að hún rennir sér.

Hún er líka með handsprengjur sem geta náð óvinum á tveimur svæðum samtímis, auk þess sem hún getur búið til tvo langa, kyrrstæða rafmagnsveggi sitt hvoru megin við sig.

Hægt er að spila sem Neon á morgun þegar fjórði þáttur tölvuleiksins fer af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka