Fótbolti

Aron Einar lék allan leikinn í svekkjandi tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar gat ekki komið í veg fyrir tap Al-Arabi í dag.
Aron Einar gat ekki komið í veg fyrir tap Al-Arabi í dag. Getty/NurPhoto

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í byrjunarliði Al-Arabi er liðið heimsótti Al-Wakrah í dag. Aron Einar lék allan leikinn á miðju Al-Arabi en liðið á nú aðeins tvo deildarleiki eftir.

Khalaf Saad - samherji Arons Eianrs - fékk beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og róðurinn því erfiður fyrir lærisveina Heimis Hallgrímssonar það sem eftir lifði leiks. Hamdi Harbaoui kom þeim þó yfir sex mínútum síðar og voru gestirnir enn yfir þegar flautað var til hálfleiks.

Það var svo á 71. mínútu sem Christian Ceballos jafnaði metin fyrir heimamenn og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Omar Ali sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og Al-Wakrah nú aðeins stigi á eftir Al-Arabi í töflunni.

Al-Arabi er sem fyrr í 5. sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×